Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir skrifa 24. nóvember 2020 12:34 Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun