Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:31 Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun