Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ferðaskrifstofur hafa í samvinnu við Icelandair skipulagt loftbrú til að flytja Íslendinga heim frá Kanaríeyjum í fimmtán flugferðum á fjórum dögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. Það hefur verið nokkuð rólegt yfir í flugstöðinni Keflavík. Margir þeirra örfáu ferðamanna sem komu til landsins um klukkan tíu í morgun voru með andlitsgrímur. Minnst sautján af þrjátíu og einni fyrirhugaðri brottför hefur til að mynda verið aflýst á tímabilinu frá því um klukkan eitt í nótt til klukkan tíu í kvöld. Ferðaskrifstofa Íslands, Vita og Heimsferðir í samstarfi við Icelandair hafa aftur á móti skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands þar sem nú er útgöngubann. Icelandair hyggst fljúga fimmtán ferðir þangað næstu fjóra daga. Reiknað er með að þeir á milli tvö og þrjú þúsund Íslendingar sem staddir eru á Kanaríeyjum á vegum ferðaskrifstofa verði komnir heim á föstudag. Einnig er hafin almenn sala flugferða sem áætlaðar eru á föstudaginn frá Tenerife og Kanarí. Ferðabannið rætt á leiðtogafundi ESB Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um tímabundið bann við óþarfa ferðalögum á Scengen-svæðinu var rædd á fundi ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. „Við höfum komið á framfæri ákveðnum mótmælum enda höfum við fylgt vísindalegum sjónarmiðum í öllum okkar ákvörðunum varðandi veiruna til þessa," sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi. „Það kemur ákvörðun sem verður borin undir leiðtogafund í dag og henni verður beint til Íslands," sagði Áslaug en leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem fram fór í gegnum fjarfundabúnað og lauk nú fyrr í kvöld. „Það hafa þegar ýmis landamæri verið lokuð víða, ekki bara innan Schengen-landanna heldur mun víðar og þetta mun ekki hafa áhrif á þær lokanir. Þær munu áfram halda þó að það sé verið að beina til þess að ytri landamæri Schengen muni einnig loka. En við getum þá áfram ferðast innan landa sem ekki ennþá hafa lokað sínum eigin landamærum," sagði Áslaug. Ekki stefnan að grípa inn í rekstur Icelandair Til viðbótar við þær ferðatakmarkanir sem þegar hafa tekið gildi er ljóst er að slíkt ferðabann myndi hafa veruleg áhrif á Icelandair. „Við erum ekki með nein áform um það en það er langbest að spyrja forsvarsmenn fyrirtækisins um það hver staðan er og ég skil það þannig að þeir séu að reyna að laga sig að aðstæðum og þetta nýjasta sem er að gerast á schengen svæðinu er kannski ekki til að hjálpa," sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi. Rætt var við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en hann ræddi meðal annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Lengra viðtal við Guðlaug Þór má sjá í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira