Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 09:14 Róbert Marshall, fyrrverandi fjölmiðla- og alþingismaður, göngugarpur og verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. stjórnarráðið Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44
Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49