Læknar vilja loka norðausturhorninu í vörn gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 08:44 Frá Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi. Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi.
Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28
„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00