Sektargreiðslur líkleg en fordæmalaus refsing við broti á samkomubanni Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2020 12:26 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki fordæmi fyrir refsingu vegna brota á sóttvarnalögum hér á landi. Vísir/Vilhelm Brot á samkomubanni hér á landi gætu varðað sektum eða fangelsisvist. Varahéraðssaksóknari telur að brot á sóttvarnalögum séu líklegri til leiða til sektargreiðsla. Þær gætu verið sambærilegar við þá sem fréttist af í Noregi á dögunum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í gær að talsvert hefði verið af tilkynningum um fólk sem fer ekki eftir reglum samkomubannsins. Þá hefði sést á fjölda undanþágubeiðna að margir virðist ekki átta sig á alvarleika málsins. Sagði hann að fólkið yrði að taka banninu alvarlega. Spurður út í viðurlög sagði hann að það ætti að skýrast fljótlega. Í Noregi var karlmaður sektaður því sem nemur um 250 þúsund íslenskum krónum fyrir að fara smitaður í gleðskap. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir ákvæði að finna í sóttvarnalögum fyrir sektum og fangelsisvist allt að þremur mánuðum. „Það sem fyrst og fremst reynir á eru sóttvarnalögin. Þessar aðgerðir sem hefur verið gripið til um samkomubann byggja á heimildum í sóttvarnalögum. Og þar eru ákveðnar skyldur lagðar á einstakling bæði til að gæta þess að smitsjúkdómar breiðist ekki út og fara eftir þeim tilmælum sem viðkomandi þarf að fara eftir. Þessi lög varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Það er þannig samkvæmt ákveðnum venjum að svona sérrefsilög eins og þessi sóttvarnalög eru varða alla jafna sektum frekar en fangelsisrefsingu,“ segir Kolbrún. Þyrfti líklega sérstaka heimild eða málið færi fyrir dóm Hún segir ekki útilokað að sektin yrði svipuð hér á landi og í Noregi. Vandinn sé þó sá að svo virðist sem slíkri sekt hafi ekki verið beitt áður og því ekki fordæmi fyrir henni hér á landi. „Mér vitanlega hefur ekki reynt á þetta. En ég segi það með þeim fyrirvara að ég þekki kannski ekki til þess. Ég man allavega ekki eftir slíku. Norska dæmið sem þú nefnir, honum var gert að greiða sekt á grundvelli sambærilegra ákveða í norsku sóttvarnalögunum. Það er svo sem ekki útilokað að þetta yrði eitthvað svipað hér.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti á það á upplýsingafundi í gær að samkomubannið yrði að taka alvarlega.Vísir/Vilhelm Þá stendur eftir spurningin, hvernig yrði sektað hér á landi? Gæti lögreglustjóri gefið út sekt til einstaklinga sem brjóta gegn samkomubanninu, líkt og með hraðakstur, eða þyrfti lögreglustjóri að fara með málið fyrir dóm þar sem ákveðið yrði hvort viðkomandi yrði sektaður eða ekki? „Ég myndi halda að það væri svolítið erfitt. Samkvæmt íslenskum lögum hafa lögreglustjórar heimild til að ljúka brotum með sektargerð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Það er fyrst og fremst á grundvelli fyrirmæla frá ríkissaksóknara. Það eru fyrirmæli sem ríkissaksóknari hefur gefið um hver á að hæfileg sekt í mismunandi brotaflokkum. Það er ekki fjallað um brot á sóttvarnalögum í þessum fyrirmælum ríkissaksóknara. Án allrar ábyrgðar myndi ég fyrirfram ætla að annað hvort þyrfti lögreglustjórar að fá sérstaka heimild frá ríkissaksóknara til að ljúka svona málum með útgáfu sektargerðar eða þá hreinlega að fara með málið fyrir dóm,“ segir Kolbrún. Ströng skilyrði Ekki er þú útilokað að ákært yrði fyrir alvarlegri brot í þessum faraldri. Til dæmis ef einhver smitar annan einstakling með einbeittum brotavilja eða af gáleysi. „Það er möguleiki að það geti fallið undir ákvæði í almennum hegningarlögum. Við erum með í hegningarlögunum kafla sem fjallar um almannahættubrot. Þar er ákvæði í 175. greininni sem fjallar um það að þegar einhver veldur hættu á því að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út á milli manna, eða þá brýtur gegn lagafyrirmælum um varnir gegn smitsjúkdómum eða sóttvarnalögum. Það getur varðað fangelsi allt að þremur árum. Ef slíkt brot er framið af gáleysi, er refsiramminn fangelsi allt að sex mánuðum,“ segir Kolbrún. Brot á sóttvarnalögum gætu leitt til ákæru og dómsmál fyrir héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir að alvarlegri tilvik geti komið upp þar sem einhver af ásetningi smitar af þessum sjúkdómi. Þá kæmu ákvæði í almennum hegningarlögum til skoðunar. „En það eru ströng skilyrði svo slík háttsemi falli undir þessi ákvæði. Helstu ákvæðin sem ég tel að kæmu til skoðunar væru á grundvelli sóttvarnalaga,“ segir Kolbrún. En hefur einhvern tímann reynt á þetta ákvæði í 175. grein almennu hegningarlaganna? „Það hefur ekki mér vitanlega verið dæmt á grundvelli 17.5 greinar almennra hegningarlaga. Það kom upp fyrir nokkrum árum mál þar sem maður var grunaður um að smita einstaklinga af HIV-veirunni. Það var rannsakað með hliðsjón af þessu máli, það mál var fellt niður og fór ekki fyrir dómstóla. Það er eina tilvikið sem ég man eftir sem hefur komið til skoðunar á síðustu árum.“ Uppfært kl. 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir í svari við fyrirspurn frá Vísi að tilmæli til lögreglustjóra um að ljúka brotum vegna samkomubanns með sektargerð séu í vinnslu og stefnt að því að birta þau fyrir vikulokin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Brot á samkomubanni hér á landi gætu varðað sektum eða fangelsisvist. Varahéraðssaksóknari telur að brot á sóttvarnalögum séu líklegri til leiða til sektargreiðsla. Þær gætu verið sambærilegar við þá sem fréttist af í Noregi á dögunum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í gær að talsvert hefði verið af tilkynningum um fólk sem fer ekki eftir reglum samkomubannsins. Þá hefði sést á fjölda undanþágubeiðna að margir virðist ekki átta sig á alvarleika málsins. Sagði hann að fólkið yrði að taka banninu alvarlega. Spurður út í viðurlög sagði hann að það ætti að skýrast fljótlega. Í Noregi var karlmaður sektaður því sem nemur um 250 þúsund íslenskum krónum fyrir að fara smitaður í gleðskap. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir ákvæði að finna í sóttvarnalögum fyrir sektum og fangelsisvist allt að þremur mánuðum. „Það sem fyrst og fremst reynir á eru sóttvarnalögin. Þessar aðgerðir sem hefur verið gripið til um samkomubann byggja á heimildum í sóttvarnalögum. Og þar eru ákveðnar skyldur lagðar á einstakling bæði til að gæta þess að smitsjúkdómar breiðist ekki út og fara eftir þeim tilmælum sem viðkomandi þarf að fara eftir. Þessi lög varða sektum eða fangelsi allt að þremur mánuðum. Það er þannig samkvæmt ákveðnum venjum að svona sérrefsilög eins og þessi sóttvarnalög eru varða alla jafna sektum frekar en fangelsisrefsingu,“ segir Kolbrún. Þyrfti líklega sérstaka heimild eða málið færi fyrir dóm Hún segir ekki útilokað að sektin yrði svipuð hér á landi og í Noregi. Vandinn sé þó sá að svo virðist sem slíkri sekt hafi ekki verið beitt áður og því ekki fordæmi fyrir henni hér á landi. „Mér vitanlega hefur ekki reynt á þetta. En ég segi það með þeim fyrirvara að ég þekki kannski ekki til þess. Ég man allavega ekki eftir slíku. Norska dæmið sem þú nefnir, honum var gert að greiða sekt á grundvelli sambærilegra ákveða í norsku sóttvarnalögunum. Það er svo sem ekki útilokað að þetta yrði eitthvað svipað hér.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti á það á upplýsingafundi í gær að samkomubannið yrði að taka alvarlega.Vísir/Vilhelm Þá stendur eftir spurningin, hvernig yrði sektað hér á landi? Gæti lögreglustjóri gefið út sekt til einstaklinga sem brjóta gegn samkomubanninu, líkt og með hraðakstur, eða þyrfti lögreglustjóri að fara með málið fyrir dóm þar sem ákveðið yrði hvort viðkomandi yrði sektaður eða ekki? „Ég myndi halda að það væri svolítið erfitt. Samkvæmt íslenskum lögum hafa lögreglustjórar heimild til að ljúka brotum með sektargerð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Það er fyrst og fremst á grundvelli fyrirmæla frá ríkissaksóknara. Það eru fyrirmæli sem ríkissaksóknari hefur gefið um hver á að hæfileg sekt í mismunandi brotaflokkum. Það er ekki fjallað um brot á sóttvarnalögum í þessum fyrirmælum ríkissaksóknara. Án allrar ábyrgðar myndi ég fyrirfram ætla að annað hvort þyrfti lögreglustjórar að fá sérstaka heimild frá ríkissaksóknara til að ljúka svona málum með útgáfu sektargerðar eða þá hreinlega að fara með málið fyrir dóm,“ segir Kolbrún. Ströng skilyrði Ekki er þú útilokað að ákært yrði fyrir alvarlegri brot í þessum faraldri. Til dæmis ef einhver smitar annan einstakling með einbeittum brotavilja eða af gáleysi. „Það er möguleiki að það geti fallið undir ákvæði í almennum hegningarlögum. Við erum með í hegningarlögunum kafla sem fjallar um almannahættubrot. Þar er ákvæði í 175. greininni sem fjallar um það að þegar einhver veldur hættu á því að næmur sjúkdómur komi upp eða berist út á milli manna, eða þá brýtur gegn lagafyrirmælum um varnir gegn smitsjúkdómum eða sóttvarnalögum. Það getur varðað fangelsi allt að þremur árum. Ef slíkt brot er framið af gáleysi, er refsiramminn fangelsi allt að sex mánuðum,“ segir Kolbrún. Brot á sóttvarnalögum gætu leitt til ákæru og dómsmál fyrir héraðsdómi.Vísir/Vilhelm Hún segir að alvarlegri tilvik geti komið upp þar sem einhver af ásetningi smitar af þessum sjúkdómi. Þá kæmu ákvæði í almennum hegningarlögum til skoðunar. „En það eru ströng skilyrði svo slík háttsemi falli undir þessi ákvæði. Helstu ákvæðin sem ég tel að kæmu til skoðunar væru á grundvelli sóttvarnalaga,“ segir Kolbrún. En hefur einhvern tímann reynt á þetta ákvæði í 175. grein almennu hegningarlaganna? „Það hefur ekki mér vitanlega verið dæmt á grundvelli 17.5 greinar almennra hegningarlaga. Það kom upp fyrir nokkrum árum mál þar sem maður var grunaður um að smita einstaklinga af HIV-veirunni. Það var rannsakað með hliðsjón af þessu máli, það mál var fellt niður og fór ekki fyrir dómstóla. Það er eina tilvikið sem ég man eftir sem hefur komið til skoðunar á síðustu árum.“ Uppfært kl. 13:15 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, segir í svari við fyrirspurn frá Vísi að tilmæli til lögreglustjóra um að ljúka brotum vegna samkomubanns með sektargerð séu í vinnslu og stefnt að því að birta þau fyrir vikulokin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent