Fá alltof margar tilkynningar um fólk í sóttkví sem fer út í búð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:02 Víðir Reynisson á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir þjóðinni að virða reglur um sóttkví og samkomubann. Bannið sé til að mynda ekki sett á að ástæðulausu heldur til þess að verja líf fólks. Eins og svo oft áður við lok upplýsingafunda almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins notaði Víðir tækifærið í dag og kom með nokkra punkta til áréttingar fyrir þjóðina. Hann ræddi fyrst um sóttkví og það að fara út. „Það hefur alveg verið gefið út að fólk getur farið út að ganga ef þú heldur ákveðinni fjarlægð. Ef þú ferð í sóttkví þá ferðu ekki í verslun, þú ferð ekki þar sem er annað fólk. Þetta gildir í sjálfu sér bara um það að geta komist aðeins út. Við erum að fá alltof mikið af tilkynningum um fólk í sóttkví sem er að fara í verslanir. Þannig að þó þú reynir að halda tveggja metra fjarlægð þá er það ekki leyfilegt, þetta snýst bara um það að þú megir fara út úr húsinu,“ sagði Víðir. Þá hefðu þau fengið ábendingar um það að verið sé að flytja þjónustu, til dæmis hárgreiðslustofur og annað slíkt, í heimahús í samkomubanninu. „Kommon, það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofu. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar, við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. Hann brýndi síðan fyrir verslunum sem væru með marga afgreiðslukassa að loka öðrum hvorum kassa ef ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli og beindi því jafnframt til fyrirtækja og stofnana að vera ekki að sækja um undanþágur frá banninu fyrir hvað sem er. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar í ákveðnum tilgangi, til þess að verja líf. Við sjáum stöðuna á gjörgæslunni núna og sjáum stöðuna á Landspítalanum núna. Þannig að verið ekki að sækja um undanþágur fyrir starfsemi sem getur beðið,“ sagði Víðir og vísaði í það að sex manns liggja nú á gjörgæslu vegna COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Allir eru þeir í öndunarvél. „Við vitum öll að samfélagið okkar liggur niðri að stóru leyti, það mun leggjast enn þá meira niður á næstunni og við verðum að aðlaga okkur að því ástandi. Það kemur betri tíð, það kemur sumar, við vinnum þetta saman þangað til,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira