Skiluðu tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi ferðatakmarkanir Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 12:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra Lögreglan Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Vinnuhópur ríkislögreglustjóra hefur skilað af sér tillögum um hvað sé hægt að gera varðandi takmarkanir á ferðalögum hingað til lands vegna kórónuveirunnar. Endanleg útfærsla mun liggja fyrir í vikunni. Vinnuhópurinn skilaði tillögum sínum til nokkurra ráðuneyta, þar á meðal dómsmála- og heilbrigðisráðuneytanna. Tillögurnar lúta að því hvað væri heimilt að gera og hvað þyrft að gera ef það ætti að auka takmarkanir á landamærunum. „Grunnhugmyndin er sú að vera með þetta í sífelldri endurskoðun. Taka ákvarðanir til skamms til að sjá hvernig málin þróast annars staðar. Fyrsta dagsetningin sem er þar er um miðjan maí. En það er lögð áhersla á það í þessu að þetta séu aðgerðir sem sé auðvelt að breyta aftur. Ef ástandið breytist með þeim hætti að menn telja að það þurfi að gera það, þá verður það lítið mál,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Einstaka aðilar hafa komið hingað til lands undanfarið vegna vinnu og þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Íslensk stjórnvöld innleiddu ferðatakmarkanir á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Þær takmarkanir ná til einstaklinga sem koma frá löndum sem tilheyra ekki Schengen-samstarfinu. Ein af hugmyndunum sem vinnuhópur ríkislögreglustjóra skoðaði útfærslu á er að setja landamæravörslu á Íslandi gagnvart innri landamærunum. Það þýðir að takmarkanirnar myndu einnig ná til ferðamanna frá Schengen-ríkjum. „Ef við ætluðum að setja upp einhverjar takmarkanir þá eru okkar innri landamæri innan Schengen. Þá er það tilkynningarskylt enda þarf að fara yfir lagatæknileg atriði svo það megi,“ segir Víðir. „Landamæravarslan gengur væntanlega út á það að tryggja að þær ráðstafanir sem eru gerðar, eins og sóttkvíarráðstafanir, að fólk hafi þá gengið frá því að það sé með aðstöðu til að fara í sóttkví sem uppfyllir sem eru um sóttkví á Íslandi í þessar tvær vikur sem krafan er um,“ segir Víðir Reynisson. Sóttvarnalæknir mun einnig leggja fram sína tillögu til ráðherra um hvað hann telur að eigi að gera varðandi ferðatakmarkanir. Svo er það ráðuneytanna að koma með endanlega útfærslu á hvaða takmarkanir verða í gildi varðandi ferðalög hingað til lands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira