Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Bárður Örn Gunnarsson skrifar 21. apríl 2020 16:00 Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun