„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2020 12:51 Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí! Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. Baráttudagur verkalýðsins 1. maí hefur verið haldinn hátíðlegur með kröfugöngum og útifundum í nærri hundrað ár og er þetta í fyrsta skipti á þeim tíma sem það er alfarið slegið af. Baráttukveðjurnar hafa nú færst inní rafheima og á flestum heimasíðum og samfélagsmiðlum verkalýðisfélaga má sjá ávörp eða kveðjur forystufólks. Þá efna Bandalag háskólamanna, ASÍ, BSRB til sérstakrar skemmti- og baráttudagskrár sem flutt verður í Hörpu og sjónvarpað í kvöld klukkan 19:40. Í ávarpi Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að landsmenn standi nú frammi fyrir efnahagskreppu. Óhugnalega margir hafi misst vinnu og enn fleiri orðið fyrir skertum tekjum. Stéttarfélög haldi áfram í baráttu fyrir bættum kjörum en hún hafi breyst. „Nú fjallar þetta bara um að atvinnuleysisbætur og grundvallartryggingar til fólks. En hinar stóru kröfur standa eftir um jöfnuð og réttlæti og réttlátt þjóðfélag,“ segir Drífa. Drífa varar við að fólk slái af kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. „Það er alltaf hætta á því í svona ástandi þar sem fólk er orðið aðþrengt að það fari að undirbjóða hvert annað og taki verri störf og verri kjör. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við höldum í þann ramma sem við setjum okkur hér á landi og höldum í okkar kjarasamninga og kjör,“ segir Drífa. Hún svarar gagnrýni á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir hjá Eflingu og höfnun kjarasamninga hjá hjúkrunarfræðingum á slíkum tíma með að kjarabarátta verði að fá að hafa sinn gang. Ef við ýtum öllu til hliðar vegna ástandsins hvort sem það er kjarasamningsgerð eða kjarabarátta þá vitum við ekki hvar það endar,“ segir hún. Nú blasi við miklar samfélagsbreytingar og mikilvægt sé að tryggt verði að hér verði næg atvinna og góð störf. „Þá þarf að að tryggja það í atvinnulífi landsins að það sé ekki jafn auðsært og núna,“ segir Drífa Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Baráttukveðjur 1. maí!
Félagasamtök Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira