Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook? Þórir Guðmundsson skrifar 3. maí 2020 08:00 Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Þórir Guðmundsson Facebook Google Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun