Ríkisbankar, bankar í einkaeigu – Ríkisábyrgðir? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2021 08:01 Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar