Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna? Halldór Kristinsson skrifar 15. janúar 2021 19:01 Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun