Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 17:32 Höfn í Hornafirði er meðal þeirra byggða sem eiga mikið undir. Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. „Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Nú á hún ekki að sleppa,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Ég hugsa að þetta fari að nálgast Íslandsmet,“ svarar hann spurður hvort áður hafi verið lagt í svo viðamikinn leiðangur. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór af stað úr Hafnarfirði í morgun og skömmu síðar sigldi fiskiskipið Hákon ÞH úr Reykjavík. Bjarni stefnir á Vestfirði til að kanna Grænlandssund en þar hefur hafísjaðarinn, sem áður hindraði leit, eitthvað hopað. Hákon mun hins vegar leita grunnt undan Norðurlandi. Rannnsóknaskipið Árni Friðriksson, sem lagði upp frá Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, leitaði fyrst á Austfjarðamiðum en stefnir núna einnig á Vestfjarðamið. Hann var í dag á siglingu vestur með Norðurlandi. Ferlar leitarskipanna átta síðdegis í dag.Hafrannsóknastofnun Auk Árna hófu fjögur fiskiskip að leita undan Austfjörðum í byrjun vikunnar; Ásgrímur Halldórsson SF, Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Núna hefur Jóna Eðvalds SF einnig bæst við. Fjögur fyrrnefndu skipin stefna norður á bóginn á Norðausturmið en Jóna Eðvalds stefnir á hafsvæðin undan sunnanverðum Austfjörðum. Hér má sjá leitarferla skipanna. Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 61 þúsund tonna loðnukvóta. Ætla má að íslensk skip fái rétt um helming þess kvóta sem dugar hverju skipi vart í nema eina til tvær veiðiferðir. Bjartsýni ríkir hins vegar innan sjávarútvegsins um að leitin skili mun meiri kvóta, að sögn Ásgeirs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Hann telur að aldrei fyrr hafi jafnmörg skip verið í skipulagðri loðnuleit og veðurspá sé einnig þokkaleg. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég spái 220 þúsund tonna vertíð,“ segir Ásgeir. Hann telur þó að veiði hefjist vart fyrr en undir miðjan febrúar þegar komin sé góð hrognafylling og loðnan orðin verðmætari. En hvenær má svo búast við niðurstöðum úr loðnuleitinni? „Upp úr næstu helgi, þá verða fregnir,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31