Það er engin skeið Björn Hákon Sveinsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk leitast alla daga við að finna orsakir einkenna og sjúkdóma fólks og meðhöndla eftir bestu getu. Fólk leitar skýringa til þeirra á einkennum, oft á tíðum sársauka, sem það ræður ekki við og treystir á fagfólkið til að finna orsakirnar. Í tilfellum sársauka getur verið flókið mál að finna orsakirnar því á sama tíma og skilningi okkar á sársauka hefur fleygt fram síðasta áratuginn eða tvo hefur einnig orðið flóknara að greina orsakir hans. Áður fyrr unnu heilbrigðisstéttir eftir svokölluðu líffræðilegu módeli (e. biomedical model) þar sem grunnkenningin var sú að öll líkamleg einkenni ættu orsakir sínar í líffræðinni, líkamanum. Í dag vitum við að sársauki er margþætt upplifun og á orsakir sínar í hinu líkamlega (e. bio), hinu andlega (e. psycho) og hinu félagslega (e. social) umhverfi einstaklingsins. Nú til dags er því unnið eftir svokölluðu lífsálfélagslegu líkani (e. biopsychosocial model). Það gerir okkur hins vegar oft erfiðara fyrir að greina orsakir sársauka því nú þurfa sjúkraþjálfarar til dæmis að þekkja áhrif andlegra og félagslegra vandamála á sársaukaupplifun einstaklings með bakvandamál. Þetta eru flókin og oft erfið mál að ræða við skjólstæðinga. Sérstaklega þar sem sjúkraþjálfarar og aðrar heilbrigðisstéttir fá oft ekki sérstaka þjálfun til að ræða erfið andleg og félagsleg vandamál við skjólstæðinga sína. Því er oft einfaldasta og auðveldasta lausnin að skella illa rökstuddri einkennagreiningu á fólk með flókin vandamál. Vöðvabólga er einmitt það, einkennagreining. Fólk kemur til okkar með sársauka í ofanverðu baki, í herðum og mögulega hálsi og höfði. Því líður eins og vöðvarnir í kring séu stífir, þoli lítið álag og ef þetta hefur verið langvarandi ástand eru þeir mögulega svolítið þykkir. Yfirleitt fær fólk með þessi einkenni greiningu um vöðvabólgu frá sjúkraþjálfara, lækni eða öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ef bólga væri í raun að valda þessum einkennum gætum við útrýmt henni með nokkurra daga skammti af sterkum bólgueyðandi lyfjum en því miður myndi það ekki gera meira gagn en að gefa sterkan skammt af smartís í heila viku. Einkennagreiningar hafa það því miður oft í för með sér að við meðhöndlum einkennin en ekki orsökina. Fólk kemur til heilbrigðisstarfsfólks eins og sjúkraþjálfara með vöðvabólgugreiningu og við reynum að nudda “bólguna” úr þeim, leiðrétta líkamsstöðu þess með því að þrýsta á hrygginn á því eða stinga það endurtekið til að lina sársaukann. Ekkert af þessu mun þó vinna á orsökunum og því mun fólk ekki verða betra til lengri tíma litið. Í besta falli mun því líða tímabundið betur og verður síðan háð þessari einkennameðferð. Háð nuddinu eða hnykkingunum, festist í vítahring skammvinnar vellíðan og versnunar. Líkt og leikmaður sem lendir alltaf í slöngunni og stiganum til skiptis í slönguspilnu. Tilefni greinarinnar er þessi frétt Vísis um konu sem fékk vöðvabólgugreiningu á fleiri en einum stað en endaði á því að vera hætt komin vegna heilablæðingar innan fárra daga. Nú vil ég síst af öllu valda ofálagi á bráðamóttökuna með því að sem nokkurn tímann hafa fengið vöðvabólgugreiningu að hópast á Landspítalann Fossvoginum. Mér finnst líklegt að í 0,0000-eitthvað prósent skipta sem einhver fær vöðvabólgugreiningu sé orsökin raunverulega alvarleg. Mig langar hins vegar til að biðja kollega mína í heilbrigðisgeiranum til að hætta að skella vöðvabólgustimpli á skjólstæðinga án frekari útskýringa. Það er einföldun sem hjálpar engum. Og til almennings: Næst þegar einhver greinir ykkur með vöðvabólgu án þess að leita frekari orsaka. Gerið sjálfum ykkur greiða og leitið annað. Þess er vert að geta að til er sjúkdómur sem heitir Myositis og er yfirleitt kallaður vöðvaþroti til aðgreiningar en einnig vöðvabólga. Það má segja að það sé hin raunverulega vöðvabólga en hún herjar helst á mjaðmasvæði og axlir/hendur og veldur t.d. erfiðleikum við að ganga upp tröppur og lyfta höndum yfir axlir. Greining Myositis er m.a. staðfest með vefjasýnum úr húð og vöðvum (sjá nánar hér). Myositis á því ekki að rugla saman við þá vöðvabólgu sem um ræðir í þessari grein og mætti útskýra sem “óskilgreinda vöðvaverki”. Raunverulegar orsakir þeirra einkenna sem um ræðir í þessari grein og fá daglega vöðbabólgu stimpilinn geta hins vegar verið allt frá streitu, áföllum, svefnleysi, vinnu- eða fjölskyldutengdu álagi yfir í einhæft líkamlegt álag eða almennt hreyfingarleysi og allt þar á milli. Orsakirnar leiða svo af sér einkenni sem eru talin stafa af því að taugakerfið leyfir vöðvunum ekki þann slaka sem þeir þurfa til að fá hvíld. Vöðvarnir verða því sífellt í meiri grunnspennu en æskilegt er og það þrengir að æðum sem minnkar næringarflæði til vöðvanna og flutning úrgangsefna frá þeim (sjá nánar hér). Þannig eiga vöðvarnir það til að þrútna með tímanum og tilfinningin er eins og þeir séu bólgnir. Svolítið eins og fjölskylda í timburhúsi þar sem vatnsflæði er skert og fráfall er of hægt. Á endanum verður fólkið vannært, húsið fyllist af úrgangi, veggirnir þrútna og fjölskylda á kafi í skólpi byrjar að orga á hjálp. Þá er rosa þægilegt ef einhver kemur og hnykkir fullorðna fólkinu, setur heita bakstra á börnin og nuddar hundinn en fljótlega verður lífið í skólpinu ömurlegt aftur. Höfundur er sjúkraþjálfari
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar