Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt Ingimar Þór Friðriksson skrifar 21. febrúar 2021 18:02 Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun