Aðstoðarmaðurinn, Ryan Fischer, var að viðra hunda söngkonunnar, Koji, Miss Asia og Gustavo, sem eru allir franskir bolabítar.
Samkvæmt frétt Daily Mail var Fischer skotinn fyrir utan heimili sitt og var hann með meðvitund þegar lögregluþjónar komu á vettvang. Hann var fluttur á sjúkrahús og er ástand hans metið alvarlegt.
Fyrstu fregnir vestanhafs sögðu Fischer hafa verið skotin fjórum sinnum en því hefur verið breytt.
Búist er við því að hann muni jafna sig að fullu.
NBC í Los Angeles hafði áður sagt af skotárásinni og því að hundum hefði verið rænt.
Samkvæmt frétt TMZ hefur söngkonan heitið því að veita þeim sem skilar hundum hennar hálfa milljón dala.
In Hollywood, someone shot a dog walker and tried to steal his or her two French bulldogs just before 10 p.m. Wednesday near Sunset and Sierra Bonita. The dog walker was rushed to the hospital. One dog was found at the scene, but the second was missing. https://t.co/tTLepRnt5V
— NBC Los Angeles (@NBCLA) February 25, 2021
Fischer hefur verið að passa hunda Lady Gaga, sem heitir fullu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta, á meðan hún er á Ítalíu við tökur kvikmyndarinnar Gucci.
Tilræðismennirnir tóku Koji og Gustavo og flúðu af vettvangi. Lögregluþjónar fundu Miss Asia skömmu eftir árásina.