Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Úr leik í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, lykilmaður Selfoss, meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Eftir leikinn sagði Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, að mikið leikjaálag væri farið að segja til sín. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst,“ sagði Halldór við Vísi. „Vissulega er leikjaálagið mikið og það er ekkert launungarmál. Það er þáttur sem við ræddum við félögin og bentum á þegar við tókum ákvörðun um mótahald í janúar,“ sagði Róbert í samtali við Vísi í dag. Eftir um þriggja mánaða hlé hófst keppni í Olís-deild karla aftur í lok janúar. Þá voru aðeins fjórar umferðir búnar og átján umferðir eftir. Síðan keppni hófst aftur hefur verið spilað mjög þétt en liðin eiga að jafnaði tvo leiki í viku. Erfitt að stytta mótið „Við deildum áhyggjum okkar með félögunum að það væri þétt leikið. En það fannst ekki lausn á því hvernig við gátum minnkað karlamótið. Í tveggja umferða kerfi er lítið um sveigjanleika,“ sagði Róbert og bætti við að þriðja og síðasta umferðin í Olís-deild kvenna hafi verið slegin af. „Við sitjum uppi með þetta vandamál karlamegin og erum að skoða hvort það séu einhverjar lausnir og höldum þeirri vinnu áfram í samvinnu við félögin.“ Róbert Geir Gíslason er framkvæmdastjóri HSÍ.vísir/Baldur Hrafnkell Róbert segir að rætt hafi verið um að stytta mótið en það hafi ekki farið neitt lengra. „Það komu ekki útfærslur en það komu tillögur. En engin þeirra hlaut brautargengi. Niðurstaðan var að spila óbreytt mót karlamegin. Við lengdum aðeins í tímabilinu,“ sagði Róbert en HSÍ gaf sér frest til loka júní til að ljúka tímabilinu. Umhugað um heilsu leikmanna Róbert segir að HSÍ hafi vissulega haft áhyggjur af því að miklu leikjaálagi myndu fylgja meiðsli. „Vissulega höfðum við það og höfum alltaf áhyggjur af því hvernig mikið álag fer með leikmenn. Við erum að hugsa um heilsu leikmanna og getum ekkert hunsað það. Einn stærsti þátturinn í þessu er að leikmennirnir okkar komist í gegnum þetta eins heilir og mögulegt er.“ Erfitt að spila í landsleikjahléinu Róbert segir afar ólíklegt að spilað verði í landsleikjahléinu sem framundan er, þótt enginn leikmaður úr Olís-deildinni sé í íslenska landsliðshópnum. „Ég held að landsleikjahléið sé að mörgu leyti gott fyrir félögin varðandi endurheimt. En síðan erum við með landsliðsmenn, Færeyingana í Fram og KA og Litháann í Selfossi, þannig ég sé ekki hvernig við ætlum að spila mikið ofan í landsleikjahléið og án þessara leikmanna.“ Aðeins einn leikur hefur farið fram í Coca Cola-bikar karla. Róbert segir að það hafi ekki komið til greina að blása bikarkeppnina af. HSÍ gæti hins vegar lengt tímabilið. „Við myndum frekar horfa til þess, ef niðurstaðan er sú að við þurfum að bregðast við,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira