„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 10:31 Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar í sigri Valsmanna á FH. Vísir/Vilhelm Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira