„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 10:31 Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tíu mörk og gaf sex stoðsendingar í sigri Valsmanna á FH. Vísir/Vilhelm Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Sjá meira
Anton Rúnarsson fór á kostum í sigri Valsmanna á dögunum en hann tók út leikbann á móti FH í gær. Það þýddi að Tumi Steinn Rúnarsson þurfti að axla meiri ábyrgð. Seinni bylgjan fór yfir frammistöðu stráksins í sigrinum á FH. „Sá var heldur betur tilbúinn í það að axla ábyrgðina. Tíu mörk í þrettán skotum, tíu sköpuð færi, sex stoðsendingar og fjögur fiskuð víti. Bjarni, þér fannst æðislegt að horfa á hann í kvöld,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Ég er búinn að kalla mikið eftir því þegar við höfum verið að ræða saman að hann fái að spila meira. Mér fannst á tímabili hann vera á leiðinni að vera einn besti miðjumaður landsins. Hann hefur ekki fundið taktinn hingað til enda hefur hann setið svolítið mikið,“ sagði Bjarni Fritzson. „Anton er náttúrulega frábær líka og það er svolítið erfitt fyrir Snorra að halda þeim báðum á lofti. Það var bara svo ánægjulegt að sjá hann fá sextíu mínútur og fá sjálfstraustið. Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær,“ sagði Bjarni. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Tuma Steins á móti FH Einar Andri Einarsson þekkir Tuma Stein mjög vel enda þjálfaði hann hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð. Henry Birgir spurði Einar Andri um það hvernig týpa þessi strákur væri. „Þegar það var ljóst að Anton yrði í leikbanni þá þarf enginn að segja mér annað en það hann hafi ætlað að nýta tækifærið. Hann hefur gríðarlegan metnað og vilja en á sama tíma mjög góður liðsmaður og allt það. Hann er búinn að segja alla réttu hlutina í viðtölum eftir leik,“ sagði Einar Andri. „Ég skal lofa ykkur því að hann er búinn að telja niður klukkutímana og dagana fram að leik. Það kom mér ekki á óvart að sjá hann svona beittan og einbeittan. Maður sá það strax á svipnum á honum í upphituninni að hann ætlaði virkilega að láta til sín taka,“ sagði Einar Andri. Það má sjá alla umfjöllun þeirra um Tuma Stein í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Sjá meira