Við Píratar tökum Fossvogsskólamálið alvarlega Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:30 Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Grunnskólar Píratar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun