Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 14. mars 2021 09:37 Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun