Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 12:02 Víðir Reynisson í pallborðinu á Vísi VILHELM GUNNARSSON Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Tíu af þeim sem smituðust í gær tengjast smiti sem kom upp á leikskólanum Jörfa í Reykjavík eftir að starfsmaður þar greindist með veiruna á föstudag. Smitið tengist landamærasmiti. Allt starfsfólk, öll börn og foreldrar þeirra verða í sóttkví fram á föstudag. Ekki öll kurl komin til grafar Af þeim þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir að um bakslag sé að ræða. „Ég met stöðuna náttúrulega bara ekki góða. Það er klárt hópsmit sem þarna er og það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar í því. Það eru í sjálfu sér bara þeir sem voru með einkenni búnir að fara í skimun. Þannig að dagurinn í dag á eftir að segja okkur ýmislegt um þetta og síðan þegar líður inn í sóttkvínna hjá þessum fjölmörgu einstaklingum sem þarna er um að ræða. Við gætum verið með ansi stóran hóp. Hann er þegar orðinn stór á þann mælikvarða sem við höfum verið að vinna með síðustu vikur.“ Hann segir ljóst að útsett fólk hafi ferðast nokkuð mikið um samfélagið síðustu daga. „Já það hefur verið töluverð hreyfing á fólki. Þannig að það getur verið ansi mikið undir og við erum bara að vinna í listum sem við erum að fá inn og gerum ráð fyrir að það fjölgi talsvert í sóttkví eftir því sem líður á daginn.“ Fólk skilar sér ekki í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allt of mikið beri á því að fólk með einkenni skili sér ekki í sýnatöku. „Núna síðustu daga hafa verið allt of, allt of margir sem við erum að fá inn sem hafa jafnvel verið með einkenni í mjög langan tíma án þess að fara í sýnatöku. Það eru stóru skilaboð dagsins að ef menn eru með minnstu einkenni: Fara í sýnatöku,“ sagði Víðir. Hann segir fólk farið að slaka of mikið á og brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Tveir starfsmenn Íslensks sjávarfangs eru smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Rúnar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Í gær var greint frá því að allir þeir hundrað starfsmenn fyrirtækisins hefðu þurft að fara í skimun vegna smitanna. Hluti af þeim fór í skimun í gær en restin fer í dag. Tugir í sóttkví vegna skólasmits Í gær var greint frá því að nemandi í öðrum bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti hefði greinst með veiruna. Tugir eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Víðir Reynisson segir að það verði að koma í ljós hvort herða þurfi aðgerðir á ný. Hvetur íbúa á svæðinu til að skrá sig í sóttkví Hann hvetur þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun og á það við um börn jafnt sem fullorðna. Leikskólinn er staðsettur að Hæðargarði í póstnúmeri 108 Reykjavík. Einnig hvetur hann íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum. Mikið álag verður í sýnatöku í dag og því er mikilvægt að fólk skrái sig fyrirfram. „Það kemur inn á Heilsuveru í dag sérstakur valhnappur þegar þú velur sýnatöku þar um sýnatöku sem tengist leikskólanum Jörfa. Þannig að fólk getur smellt á það og komist þannig inn,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira