Hvar ætlar þú að starfa? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2021 14:00 Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Árborg Byggðamál Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun