Um Anthony Hopkins og hvernig á að fá Hannibal Lecter til að bera virðingu fyrir öðru fólki! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun