Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 20:01 Fálkinn er einstakur og fágætur fugl, og því eftirsóttur víða. Getty Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá. Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn. Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn.
Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira