Hvað verður um barnið mitt í sumar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:31 Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar