10 þúsund milljónir á 3 árum Vigdís Hauksdóttir skrifar 2. júní 2021 17:46 Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun