Diskóljós á Alþingi Einar A. Brynjólfsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar