Guðni og Eliza heimsækja Ölfus Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2021 12:14 Heimsóknin hefst í Herdísarvík klukkan 10 á mánudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Ölfuss á mánudaginn. Heimsóknin stendur í einn dag en þar munu þau kynna þau sér ýmsa starfsemi í sveitarfélaginu og heimsækja grunnskólann, fyrirtæki og stofnanir. Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans segir að heimsókn forsetahjónanna hefist í Herdísarvík klukkan tíu að morgni þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri mun taka á móti þeim ásamt Gesti Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar. „Því næst verður fiskeldið Laxar sótt heim þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jens Garðar Helgason, kynnir starfsemina auk þess sem Ingólfur Snorrason og Halldór Ólafur Halldórsson segja frá fiskeldisstöðinni Landeldi. Klukkan 11:40 verða forsetahjónin viðstödd vorhátíð Grunnskóla Þorlákshafnar. Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri tekur á móti gestum og þar verða fjölbreytt tónlistaratriði og veitingar í boði auk þess sem forsetinn ávarpar viðstadda og færir sveitarfélaginu gjöf. Eftir hádegi heimsækja forsetahjónin hafnarskrifstofur Þorlákshafnar þar sem Hjörtur Jónsson hafnarstjóri tekur á móti þeim og kynnir fyrir þeim framtíðaráform um stækkun hafnarinnar. Að því loknu halda forsetahjónin að Egilsbraut 9 þar sem dagdvöl eldri borgara er staðsett. Forsetahjónin kynna sér starfið þar, þiggja kaffi og spjalla við viðstadda. Síðasti viðkomustaður forsetahjónanna er Hjallakirkja, sögufrægur staður þar sem Skapti Þóroddsson lögsögumaður bjó á 11. öld og síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti var handtekinn árið 1541. Formaður sóknarnefndar, Hjörleifur Brynjólfsson, tekur á móti gestunum og segir frá staðnum. Gildandi sóttvarnarreglum verður fylgt þar sem það á við,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Ölfus Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans segir að heimsókn forsetahjónanna hefist í Herdísarvík klukkan tíu að morgni þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri mun taka á móti þeim ásamt Gesti Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar. „Því næst verður fiskeldið Laxar sótt heim þar sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jens Garðar Helgason, kynnir starfsemina auk þess sem Ingólfur Snorrason og Halldór Ólafur Halldórsson segja frá fiskeldisstöðinni Landeldi. Klukkan 11:40 verða forsetahjónin viðstödd vorhátíð Grunnskóla Þorlákshafnar. Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri tekur á móti gestum og þar verða fjölbreytt tónlistaratriði og veitingar í boði auk þess sem forsetinn ávarpar viðstadda og færir sveitarfélaginu gjöf. Eftir hádegi heimsækja forsetahjónin hafnarskrifstofur Þorlákshafnar þar sem Hjörtur Jónsson hafnarstjóri tekur á móti þeim og kynnir fyrir þeim framtíðaráform um stækkun hafnarinnar. Að því loknu halda forsetahjónin að Egilsbraut 9 þar sem dagdvöl eldri borgara er staðsett. Forsetahjónin kynna sér starfið þar, þiggja kaffi og spjalla við viðstadda. Síðasti viðkomustaður forsetahjónanna er Hjallakirkja, sögufrægur staður þar sem Skapti Þóroddsson lögsögumaður bjó á 11. öld og síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti var handtekinn árið 1541. Formaður sóknarnefndar, Hjörleifur Brynjólfsson, tekur á móti gestunum og segir frá staðnum. Gildandi sóttvarnarreglum verður fylgt þar sem það á við,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Ölfus Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira