„Til þeirra sem eitra fyrir köttum: Við erum að fylgjast með“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 15:53 Fiskur sem fannst á víðavangi í Heiðargerði. Facebook/Steinar Enn fleiri tilvik hafa komið upp þar sem eitrað er fyrir köttum í Heiðargerði. Íbúar í götunni og dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hafa tekið málið í eigin hendur. Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Í samtali við Vísi fullyrðir sjálboðaliði hjá Dýrfinnu að upp hafi komið fimm tilvik um staðfesta eitrun fyrir köttum á síðustu þremur vikum. Algengast er að frostlögur sé notaður þegar eitrað er fyrir köttum. Þá hefur íbúa Heiðargerðis grunað að eitrað hafi verið fyrir köttum öðru hvoru undanfarin þrjú ár hið minnsta. Dýrfinna hefur í samráði við íbúa götunnar skipulagt eins konar nágrannavörslu til að sporna við eitranahrinunni. Sjálfboðaliðar ganga um hverfið í tvennum tilgangi, annars vegar til að leita að grunsamlegum mat sem gæti verið eitraður og hins vegar til að hræða mögulegan geranda. Sjálboðaliði Dýrfinnu segir erfitt að bera kennsl á einkenni frostlagareitrunnar í köttum. Hún veldur því að kettir verða slappir og missa að lokum getu til að ganga. Þegar einkennin eru orðin greinanleg er oftast ekkert hægt að gera til að bjarga köttunum. Ef þeir eru ekki svæfðir deyja þeir fljótt úr nýrnabilun. Íbúi í Heiðargerði kom á dögunum auga á mikinn fjölda fiskflaka sem dreift hafði verið á grasbala. Meindýraeiðir sem er Dýrfinnu innan handar telur að frostlögur hafi verið í flökunum. Frostlögur er sætur á bragðið en kettir finna ekki sætt bragð og borða fiskinn því með bestu lyst. „Við brennum fyrir dýravernd“ Dýrfinna eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að dýravernd. Helsta verkefni þeirra er að finna týnd gæludýr, líkt og nafnið gefur til kynna. Týni fólk gæludýrum er það hvatt til að hafa samband við Dýrfinnu en sjálfboðaliðar samtakanna segjast tilbúnir til að aðstoða við leit að dýrum nótt sem nýtan dag. Nánar má lesa um samtökin á vefsíðu þeirra.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Eitrað fyrir öðrum ketti í Heiðargerði Eigandi kattar sem eitrað var fyrir í vikunni segir annan kattaeigenda hafa tilkynnt sér um eitrun. 19. júní 2021 15:45