Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 1. júlí 2021 14:28 Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Vísir/Lillý Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Akureyri Almannavarnir Lögreglumál Slökkvilið Björgunarsveitir Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira