Strandveiðar - Verk ganga orðum framar Magnús D Norðdahl skrifar 5. júlí 2021 15:29 Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun