Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2021 10:47 Guðni Th. Jóhannesson forseti þakkar starfsfólki Heilsugæslunnar fyrir vel unnin störf í bólusetningarátakinu. Vísir/Vilhelm „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira