Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 13:29 Fyrsta skrefinu skotið á loft. AP/TOny Gutierrez Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina. Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Bezos fór út í geim um borð í geimfarinu RSS First Step, eða fyrsta skrefið, sem byggt var af starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, sem er í eigu Bezos. Markmið fyrirtækisins er meðal annars að skjóta auðugum ferðamönnum út í geim. Geimferðin heppnaðist vel og tók rúmar tíu mínútur frá upphafi til enda. Geimfarinu var skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð. Hér má sjá geimskotið allt og hlusta á geimfarana sjálfa. Sú hæð markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Með Bezos var bróðir hans Mark, hinn átján ára gamli Oliver Daemen og hin 82 ára gamla Wally Funk. Þau síðastnefndu eru yngsti geimfari jarðarinnar og sá elsti. Hér má sjá stutt myndband um Wally Funk. Fyrsta skrefið var borið út í geim á eldflaug af gerðinni New Shepard. Þar slitnaði efsti hluti farsins frá og geimfararnir gátu virt jörðina fyrir sér í gegnum stóra glugga á farinu. Eldflaugin sem flutti þau út í geim sneri sjálfkrafa við og lenti aftur á jörðu niðri, nokkrum mínútum seinna svifu geimfararnir til jarðar í fallhlífum. Congratulations to all of Team Blue past and present on reaching this historic moment in spaceflight history. This first astronaut crew wrote themselves into the history books of space, opening the door through which many after will pass. #GradatimFerociter #NSFirstHumanFlight— Blue Origin (@blueorigin) July 20, 2021 Við lendingu virtust áhafnarmeðlimir Fyrsta skrefsins hinir ánægðustu með ferðina.
Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53 Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim. 20. júlí 2021 08:53
Hollenskur táningur verður yngsti geimfari sögunnar Hollenskur táningur að nafni Oliver Daemen verður yngsti geimfari sögunnar þegar hann fer út í geim ásamt Jeff Bezos þann tuttugasta júlí. 16. júlí 2021 07:30
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. 1. júlí 2021 22:19