Guðni segir stöðuna vonbrigði en hvetur landsmenn til þess að fara ekki á taugum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við bólusetningu í Laugardalshöll. vísir/Vilhelm Forsti Íslands segir stöðu faraldursins og fjölgun smita vera vonbrigði enda hafi hann ekki vænst þess eftir bólusetningar. Hann hvetur þó landsmenn til þess að fara ekki á taugum, missa ekki móðinn og sýna náungakærleik. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira