Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:42 Hættumat verður gert fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki. Foto: Sauðárkrókur,Skagafjörður,dróni/Egill Aðalsteinsson Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“ Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“
Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40
Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21
Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08