Nóvember nálgast Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. ágúst 2021 09:01 Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar