Fátækleg hugmyndafræði Halldóra Mogensen skrifar 15. ágúst 2021 17:31 Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Skerðingar og lágar bætur viðhalda fátækt. Háir skattar af lágum launum, vanfjármagnað menntakerfi, húsnæði á uppsprengdu verði og refsistefna í vímuefnamálum viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna í höndum fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þaki yfir höfuðið og viðeigandi fatnaði viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt. Hugmyndin sem þrífst á fátækt Hugmyndafræði viðheldur fátækt. Hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta. Hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræðið sem kaup og sölu á vörum. Hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattar og reglugerðir verða að vera í lágmarki. Opinbera þjónustu ber að einkavæða. Ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppnum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðin trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt. Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hin ríku sannfæra sig um að þau hafi eignast peningana sína vegna eigin verðleika og hunsa tækifærin sem þau höfðu fram yfir aðra; svo sem menntun, efnahag og stuðningsgetu foreldra. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfum sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Tími nýrra hugmynda Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana. Fátækt er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni. Ábyrgðin er okkar allra að rýna í samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug og kjósa nýja nálgun, því nú er tími nýrra hugmynda. Nú er tími breytinga. Höfundur er þingmaður Pírata.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun