Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 18:59 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira