Fékk hænur fyrir að láta gelda sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2021 21:00 Íris bæjarstjóri með nöfnu sína og Ágúst, hænsnabóndi með meiru í Vestmannaeyjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum. Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Ágúst Halldórsson er hænsnabóndinn í Vestmannaeyjum með stóru H-i. Hann er með fjórar hænur í flottum hænsnakofa sem hann byggði og góðu útisvæði fyrir hænurnar. Þær hafa rabarbara til að éta og svo fá þær hænsnafóður hjá honum. Það er engin hani í hópnum enda bannað að hafa hana í Vestmannaeyjum. „Þær heita Páley, Guðbjörg Matt, Íris og Jakobína, skírðar í höfuðið á kraftakonum í Eyjum. Það er líka gaman að fylgjast með atferlinu, hænur eiga til að hópa sig saman,“ segir Ágúst. Hann sagði frá sögunni á bak við nöfnin í Facebook-færslu í vor. Hænan Guðbjörg heitir eftir útgerðarkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur. Hænan Jakobína er nefnd í höfuðuð á Jakobínu Guðlaugsdóttur, sem var margfaldur Vestmannaeyjameistari í golfi. Hænan Páley var nefnd til heiðurs Páleyjar Borgþórsdóttur, sem var lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en er nú lögreglustjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hænan Íris er svo nefnd er núverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. „Þetta er svipað eins og í pólitíkinni. Ég sá að Páley og Guðbjörg Matt vildu ekki hafa Írisi fyrst en núna eru þær byrjaðar að vera saman aftur og ég sé að Jakobína er aðeins komin út úr hópnum. Hvort þetta sé eitthvað í sambandi við komandi kosningar, maður veit ekki hvað er í gangi,“ segir Ágúst og glottir út í annað. Íris segist ekki hafa trú á því að hún hafi verið hæna í fyrra lífi, hún hafi miklu frekari verið fálki. Hér eru nöfnurnar saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú varst búin að suða lengi um að fá hænur? „Já, það var ekki fyrr en konan mín, við eigum þrjú börn saman, hún vildi láta taka mig úr sambandi, þá fékk ég það í gegn, ef ég myndi láta taka mig úr sambandi fengi ég hænur í garðinn. Þannig að nú er ég með hænur og geldur,“ segir Ágúst hlæjandi. Það fer vel um hænurnar við heimili Ágústs og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er stolt að eiga nöfnu, sem hænu. „Já, við deilum saman sama háralit og svolítið sama stíl en ég á reyndar eftir að leggja aðeins á mig til að ná þessum hanakambi en annars er ég rosalega ánægð með nöfnu mína. Þetta er skemmtilegt hjá Ágústi, hann vill geta gert grín að okkur, hann tekur myndir og segir að við séu sloppnar úr búrinu hjá honum og svona, hann hefur gaman af því. Við tökum þessu allar létt og höfum jafn gaman af þessu og hann,“ segir Íris
Vestmannaeyjar Landbúnaður Dýr Fuglar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira