Vítahringur vantrausts Einar Brynjólfsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt mörg undanfarin ár að almenningur ber mjög lítið traust til stjórnvalda og ýmissa stofnana, sérstaklega til Alþingis og ráðherra. Fyrir því eru einfaldar ástæður, en reyndar ansi margar. Þingmönnum og ráðherrum hefur nefnilega ítrekað tekist að klúðra málum, t.d. varðandi skipan dómara við Landsrétt, með því að halda skýrslum og upplýsingum frá almenningi, með því að fara ekki eftir eigin sóttvarnarreglum og svo mætti lengi telja. En hvar liggur vandinn? Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur oft látið rannsaka traust og vantraust á stjórnvöldum og stjórnkerfum aðildarlandanna. Í einni slíkri, Trust and Public Policy frá 2017, kemur fram að traust (eða vantraust) almennings snýr annars vegar að hæfni stjórnvalda til að sinna skyldum sínum. Hins vegar snýr það að því hvort stjórnvöld fari eftir þeim leikreglum og viðmiðum sem þau sjálf hafa sett. Í þessari rannsókn kemur skýrt fram að almenningur gerir kröfu um 1. að stjórnvöld sætti sig við skýrar leikreglur og; 2. að það endurspeglist þegar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar; 3. að pólitískir leiðtogar sýni gott fordæmi, t.d. með því að stuðla að góðu aðgengi að upplýsingum og gagnsæi; 4. að sömu viðmið og leikreglur gildi í öllum kimum stjórnkerfisins, jafnt hjá embættisfólki og kjörnum fulltrúum. Þessir meginþættir falla vel að grunngildum Pírata, enda segir í grunnstefnu okkar m.a. að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni, að almenningur þurfi að vera upplýstur fyrir lýðræðislega ákvarðanatöku og að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Atvikin sem ég nefndi hér að ofan eru góð dæmi (eða vond) um það hvernig íslensk stjórnvöld reyna ítrekað að sveigja framhjá þessum meginþáttum sem almenningur gerir kröfu um. Píratar vilja rjúfa þennan vítahring vantrausts, með betra aðgengi að upplýsingum að vopni og síðast en ekki síst, auðmýkt gagnvart valdinu sem þeim er fært í hendur. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar