Rasismi gegn Íslendingum Lenya Rún Taha Karim skrifar 2. september 2021 09:31 Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Kynþáttafordómar Alþingiskosningar 2021 Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun