Húrra fyrir frelsinu (í boði Evrópusambandsins) Pawel Bartoszek skrifar 2. september 2021 09:00 Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar