Breiðfylkingarstjórnin Halldór Auðar Svansson skrifar 16. september 2021 16:01 Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg. Til að skerpa línur og gefa kjósendum skýrar upplýsingar um hvernig ríkisstjórn verður líklegri þegar flokkurinn er kosinn þá hafa Píratar sagt upphátt hvaða skilyrði er ófrávíkjanlegt í stjórnarsamstarfi. Það skilyrði er skuldbinding um að klára vinnuna við nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í lok kjörtímabilsins. Á þarnæsta kjörtímabili hefði það þing sem þá tekur við þannig gott umboð til að staðfesta nýja stjórnarskrá. Það er hægt að semja um alls konar aðferðir til að vinna þessa vinnu en ramminn er samt skýr efnislega: Vinnan þarf að byggjast á tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni, það er grunnplaggið. Fráfarandi ríkisstjórn fór nefnilega aðeins aðra leið sem hreinlega misheppnaðist. Þó talað hafi verið um heildarendurskoðun í stjórnarsáttmála þá tók það Sjálfstæðisflokkinn minna en ár að slá þá leið út af borðinu. Niðurstaðan af því varð sú að ekki ein einasta stjórnarskrárbreyting náðist í gegn á kjörtímabilinu. Katrín forsætisráðherra endaði á því að leggja tillögur um stakar breytingar fram ein og þær dóu síðan bara drottni sínum óafgreiddar. Málamiðlanirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum leiddu til þess að ekkert gerðist. Þannig hafa stjórnarskrárbreytingar verið allt frá því að stjórnlagaráð skilaði sínum tillögum að nýrri stjórnarskrá - í járnum. Það stjórnmálafólk sem hefur talað fyrir því að það sé farsæl leið að breyta stjórnarskránni í bútum er ekki með einn einasta pálma í höndunum. Verkin sem dæma ber þessa leið eftir eru engin. Það er nákvæmlega þess vegna sem það er nauðsynlegt að bjóða skýrt og heiðarlega upp í annars konar dans, þar sem meiningin er raunverulega að klára dæmið og gera það almennilega. Hér skulum við líka hafa í huga að þetta er sú leið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar – ekki bara í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 20. október 2012 heldur í öllum skoðanakönnunum um málið síðan þá. Þetta er alls ekki eina málefnið sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en fær samt ekki afgreiðslu – en þau eiga það flestöll sameiginlegt að um þau er frekar breið samstaða meðal kjósenda flestra flokka nema kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarskrármálið er þannig sýnidæmi um það hvernig stöðug þjónkun við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins stöðvar mikilvæg framfaramál. Það er ein augljós og einföld aðferð til að koma þeim almennilega á dagskrá, að hætta bara að hafa Sjálfstæðisflokkinn með. Ríkisstjórn sem væri mynduð í kringum alvöru nýja stjórnarskrá væri því sannkölluð breiðfylkingarstjórn. Ekki stjórn þar sem sveigja þarf öll málefni í átt að jaðarskoðunum Sjálfstæðisflokksins heldur stjórn þar sem hægt er setja þau mál í forgang sem flest önnur eru sammála um að séu mikilvæg. Besta leiðin til að tryggja slíka ríkisstjórn er að kjósa Pírata. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum sem fram fara þann 25. september.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun