Framtíðarráðuneyti? Kristján Örn Kjartansson skrifar 17. september 2021 07:31 Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Tíska og hönnun Stjórnsýsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun