Niðurstaðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 23. september 2021 13:01 Nú finn ég mig hér sitjandi, um liðna daga hugsandi. Blað á borðið setjandi og penna úr vasa dragandi. Þankana svo skrifandi, í Konna Gísla vísandi, um fólk í stóla haldandi og svörtum bílum akandi. Völdum sínum beitandi en kerfisræði fylgjandi. Flokksfélaga ráðandi en á öðrum brjótandi. Gjöld og skatta hækkandi. Reglur allar flækjandi. Báknið sífellt stækkandi. Á skriffinnskuna bætandi og lýðræði burt gefandi. Sjúklinga út sendandi. Hjúkrunarheimili sveltandi. Skimununum klúðrandi. Samtökum út hýsandi. Lækningum barna hamlandi en eldra fólkið skerðandi. Eiturlyfin leyfandi. en plastpokana bannandi. Hálendinu lokandi. Fullveldi frá sér látandi. Orku landsins fórnandi. Framleiðsluna heftandi. Í vitleysuna eyðandi. Ofan í skurði mokandi og losun Kína aukandi. Flugvöll í hraun færandi en aðra samt vanrækjandi. Borgarlínu leggjandi, veggjöld fyrir takandi, og umferðina stöðvandi. Bíleigendum refsandi. Byggðamálum gleymandi. Landbúnaðinn kæfandi. Gerlamat inn flytjandi. Iðnaðinn forsmáandi. Hælisleitendum fjölgandi, gegn skynseminni farandi og glæpahópum hjálpandi en nauðstöddum ei sinnandi. Ritskoðun á komandi. Miðla ríkisvæðandi. Á Písakönnun fallandi og iðnnemunum hafnandi. Í stórum málum sofandi en í rétttrúnaði vakandi og dellu alla eltandi. Sjálfum sér þó hrósandi. Á bak við veiru skýlandi. Í faraldri sig felandi. Þannig var hún starfandi. Ríkisstjórn Íslands verandi. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Ljóðlist Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú finn ég mig hér sitjandi, um liðna daga hugsandi. Blað á borðið setjandi og penna úr vasa dragandi. Þankana svo skrifandi, í Konna Gísla vísandi, um fólk í stóla haldandi og svörtum bílum akandi. Völdum sínum beitandi en kerfisræði fylgjandi. Flokksfélaga ráðandi en á öðrum brjótandi. Gjöld og skatta hækkandi. Reglur allar flækjandi. Báknið sífellt stækkandi. Á skriffinnskuna bætandi og lýðræði burt gefandi. Sjúklinga út sendandi. Hjúkrunarheimili sveltandi. Skimununum klúðrandi. Samtökum út hýsandi. Lækningum barna hamlandi en eldra fólkið skerðandi. Eiturlyfin leyfandi. en plastpokana bannandi. Hálendinu lokandi. Fullveldi frá sér látandi. Orku landsins fórnandi. Framleiðsluna heftandi. Í vitleysuna eyðandi. Ofan í skurði mokandi og losun Kína aukandi. Flugvöll í hraun færandi en aðra samt vanrækjandi. Borgarlínu leggjandi, veggjöld fyrir takandi, og umferðina stöðvandi. Bíleigendum refsandi. Byggðamálum gleymandi. Landbúnaðinn kæfandi. Gerlamat inn flytjandi. Iðnaðinn forsmáandi. Hælisleitendum fjölgandi, gegn skynseminni farandi og glæpahópum hjálpandi en nauðstöddum ei sinnandi. Ritskoðun á komandi. Miðla ríkisvæðandi. Á Písakönnun fallandi og iðnnemunum hafnandi. Í stórum málum sofandi en í rétttrúnaði vakandi og dellu alla eltandi. Sjálfum sér þó hrósandi. Á bak við veiru skýlandi. Í faraldri sig felandi. Þannig var hún starfandi. Ríkisstjórn Íslands verandi. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun