Kerfin sem segja „nei“ Gísli Rafn Ólafsson skrifar 23. september 2021 15:01 Eitt það skemmtilegasta við að vera í framboði er að fá að tala við fólk. Nær allir sem ég hitti segja mér sögur af því hvernig kerfið segir „nei“ og hversu erfitt það er að fá nokkurn innan stjórnkerfisins til þess að hlusta. Kerfið er uppfullt af reglum og reglugerðum sem oft stangast á við raunveruleikann. Gott dæmi er einstaklingur með sykursýki sem ræddi við fjölmiðla í síðustu viku um barátta hans við Sjúkratryggingar Íslands. Sá vildi fá fleiri strimla til þess að mæla stöðu sykursýkinnar en kerfið sagði nei, strimlarnir væru umfram það sem kerfið skilgreindi sem „réttan“ fjölda. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og hægt væri að fylla heilt safn af bókum með sögum eins og þessari. Við búum nefnilega við ákveðið grundvallarhugarfar þegar kemur að „kerfinu“. Við erum viss um að allir ætli að reyna að svindla og búum því til reglur og reglugerðir sem taka mið af því. Gott dæmi um þetta, sem ég hef áður bent á í grein, er að ástfangið fólk af ólíkum uppruna er fyrirfram talið vera í „plat-hjónabandi“ og þarf að sanna ást sína fyrir yfirvöldum. Þarna er fjöldinn látinn líða fyrir þau örfáu sem kannski fara í gegnum það að þykjast elska hvort annað. Svarið sem fólk fær alltaf þegar það reynir að benda á ruglið og kemur með haldgóð rök um það af hverju þessar reglur og reglugerðir eru rangar eða illa hugsaðar er alltaf það sama: Kerfið eða tölvan segir „nei.“ Það tekur síðan margt fólk áralanga baráttu fyrir dómstólum og fjölmiðlaathygli til að koma þessu í rétt horf. Tvíþætt ástæða En hvers vegna er fólk að rekast á þessi „nei“ sem oft eru í lögum og reglugerðum af óskiljanlegum ástæðum? Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er samráðið sem boðið er upp á þegar ný lög eru sett oft einungis til málamynda og lítið hlustað á utanaðkomandi rök. Það eru jafnvel dæmi um það að skipaðar séu nefndir, sem hafa breiða þátttöku hagsmunaaðila og ólík sjónarmið koma fram, en svo þegar frumvörpin koma inn á þing virðist öll sú vinna hafa horfið. Fyrir nokkrum árum var sett upp samráðsgátt stjórnvalda þar sem að ný lög og reglugerðir eru lagðar fram og álit almennings og hagsmunaaðila er óskað. Fólk og samtök vinna oft frábæra vinnu í að skrifa og leggja fram vel unnin og rökstudd álit. Álit þessi eru síðan tekin fyrir í hinum ýmsu fastanefndum Alþingis. Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að nefndarmenn gefi sér tíma til þess að lesa álitin, því langflestum þeim sem gefa álit er boðið að koma og kynna þau fyrir nefndinni. Þarna geta þingmenn því hlustað á rökin, í stað þess að þurfa að lesa þau, en því miður kemur fyrir að hlustunin er lítil og á tímum fjarfunda hafa sumir útkeyrðir þingmenn jafnvel hrotið í gegnum kynningar. Þrátt fyrir góðar ábendingar um galla í lögum eru þau oft keyrð áfram lítið breytt, því það virðist vera hræðsla meðal stjórnmálamanna að viðurkenna að upphafleg drög hafi ekki verið fullkomin frá upphafi. Reglugerðareddingar En það er ekki nóg að bæta þetta ferli á Alþingi og hlusta betur á þau sjónarmið, athugasemdir og rök sem fram koma í löggjafarferlinu. Lög í dag eru mjög oft aðeins beinagrindur sem gefa ráðherrum stórfellt vald til þess að skilgreina framkvæmd laga í gegnum reglugerðir. Gott dæmi um þetta var frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð sem hefði leitt til rúmlega 90 reglugerða frá umhverfisráðherra. Fæstar reglugerðir fá djúpa yfirlegu og samráðsferlið á þeim er jafnvel enn meira upp á punt en á Alþingi. Reglugerðarsmiðir ráðuneyta eru nefnilega enn ófúsari til þess að viðurkenna sín mistök. Það er því afar fátítt að tekið sé tillit til athugasemda og oft þarf ansi mikinn þrýsting úr fjölmiðlum eða samfélaginu til þess að reglugerðum sé breytt. Við höfum þó séð, nú á tímum heimsfaraldurs, að það er hægt að breyta reglugerðum á nokkuð auðveldan hátt, jafnvel oft í viku, ef viljinn er fyrir hendi. Fólk, ekki formúlur Það er þörf á hugarfarsbreytingu, bæði á Alþingi og í ráðuneytum. Þingmenn og starfsmenn ráðuneyta eru þar til þess að þjóna samfélaginu. Það er mikilvægt að hlusta á þær athugasemdir sem fram koma á öllum stigum. Það er mikilvægt að hlusta á góðar hugmyndir og ábendingar, hvaðan sem þær koma, já jafnvel þegar stjórnarandstaðan bendir á eitthvað sem betur megi fara. Það er mikilvægt að búa til reglur sem hafa samt þann sveigjanleika að takast á við „undantekningarnar frá reglunni.“ Reglur sem segja ekki að bannað sé að gefa fólki með sykursýki aðeins fleiri strimla en meðaltalið, heldur gefa sérfræðingnum sem er að sinna viðkomandi möguleika á að óska eftir fleiri strimlum en formúlan segir til um. Við þurfum fólk á Alþingi sem er tilbúið til þess að hlusta og við þurfum ráðherra sem leiða hugarfarsbreytingar innan síns ráðuneytis og stofnanna. Hugurinn ber þig nefnilega ansi langt. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt það skemmtilegasta við að vera í framboði er að fá að tala við fólk. Nær allir sem ég hitti segja mér sögur af því hvernig kerfið segir „nei“ og hversu erfitt það er að fá nokkurn innan stjórnkerfisins til þess að hlusta. Kerfið er uppfullt af reglum og reglugerðum sem oft stangast á við raunveruleikann. Gott dæmi er einstaklingur með sykursýki sem ræddi við fjölmiðla í síðustu viku um barátta hans við Sjúkratryggingar Íslands. Sá vildi fá fleiri strimla til þess að mæla stöðu sykursýkinnar en kerfið sagði nei, strimlarnir væru umfram það sem kerfið skilgreindi sem „réttan“ fjölda. Því miður er þessi saga ekkert einsdæmi og hægt væri að fylla heilt safn af bókum með sögum eins og þessari. Við búum nefnilega við ákveðið grundvallarhugarfar þegar kemur að „kerfinu“. Við erum viss um að allir ætli að reyna að svindla og búum því til reglur og reglugerðir sem taka mið af því. Gott dæmi um þetta, sem ég hef áður bent á í grein, er að ástfangið fólk af ólíkum uppruna er fyrirfram talið vera í „plat-hjónabandi“ og þarf að sanna ást sína fyrir yfirvöldum. Þarna er fjöldinn látinn líða fyrir þau örfáu sem kannski fara í gegnum það að þykjast elska hvort annað. Svarið sem fólk fær alltaf þegar það reynir að benda á ruglið og kemur með haldgóð rök um það af hverju þessar reglur og reglugerðir eru rangar eða illa hugsaðar er alltaf það sama: Kerfið eða tölvan segir „nei.“ Það tekur síðan margt fólk áralanga baráttu fyrir dómstólum og fjölmiðlaathygli til að koma þessu í rétt horf. Tvíþætt ástæða En hvers vegna er fólk að rekast á þessi „nei“ sem oft eru í lögum og reglugerðum af óskiljanlegum ástæðum? Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er samráðið sem boðið er upp á þegar ný lög eru sett oft einungis til málamynda og lítið hlustað á utanaðkomandi rök. Það eru jafnvel dæmi um það að skipaðar séu nefndir, sem hafa breiða þátttöku hagsmunaaðila og ólík sjónarmið koma fram, en svo þegar frumvörpin koma inn á þing virðist öll sú vinna hafa horfið. Fyrir nokkrum árum var sett upp samráðsgátt stjórnvalda þar sem að ný lög og reglugerðir eru lagðar fram og álit almennings og hagsmunaaðila er óskað. Fólk og samtök vinna oft frábæra vinnu í að skrifa og leggja fram vel unnin og rökstudd álit. Álit þessi eru síðan tekin fyrir í hinum ýmsu fastanefndum Alþingis. Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að nefndarmenn gefi sér tíma til þess að lesa álitin, því langflestum þeim sem gefa álit er boðið að koma og kynna þau fyrir nefndinni. Þarna geta þingmenn því hlustað á rökin, í stað þess að þurfa að lesa þau, en því miður kemur fyrir að hlustunin er lítil og á tímum fjarfunda hafa sumir útkeyrðir þingmenn jafnvel hrotið í gegnum kynningar. Þrátt fyrir góðar ábendingar um galla í lögum eru þau oft keyrð áfram lítið breytt, því það virðist vera hræðsla meðal stjórnmálamanna að viðurkenna að upphafleg drög hafi ekki verið fullkomin frá upphafi. Reglugerðareddingar En það er ekki nóg að bæta þetta ferli á Alþingi og hlusta betur á þau sjónarmið, athugasemdir og rök sem fram koma í löggjafarferlinu. Lög í dag eru mjög oft aðeins beinagrindur sem gefa ráðherrum stórfellt vald til þess að skilgreina framkvæmd laga í gegnum reglugerðir. Gott dæmi um þetta var frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð sem hefði leitt til rúmlega 90 reglugerða frá umhverfisráðherra. Fæstar reglugerðir fá djúpa yfirlegu og samráðsferlið á þeim er jafnvel enn meira upp á punt en á Alþingi. Reglugerðarsmiðir ráðuneyta eru nefnilega enn ófúsari til þess að viðurkenna sín mistök. Það er því afar fátítt að tekið sé tillit til athugasemda og oft þarf ansi mikinn þrýsting úr fjölmiðlum eða samfélaginu til þess að reglugerðum sé breytt. Við höfum þó séð, nú á tímum heimsfaraldurs, að það er hægt að breyta reglugerðum á nokkuð auðveldan hátt, jafnvel oft í viku, ef viljinn er fyrir hendi. Fólk, ekki formúlur Það er þörf á hugarfarsbreytingu, bæði á Alþingi og í ráðuneytum. Þingmenn og starfsmenn ráðuneyta eru þar til þess að þjóna samfélaginu. Það er mikilvægt að hlusta á þær athugasemdir sem fram koma á öllum stigum. Það er mikilvægt að hlusta á góðar hugmyndir og ábendingar, hvaðan sem þær koma, já jafnvel þegar stjórnarandstaðan bendir á eitthvað sem betur megi fara. Það er mikilvægt að búa til reglur sem hafa samt þann sveigjanleika að takast á við „undantekningarnar frá reglunni.“ Reglur sem segja ekki að bannað sé að gefa fólki með sykursýki aðeins fleiri strimla en meðaltalið, heldur gefa sérfræðingnum sem er að sinna viðkomandi möguleika á að óska eftir fleiri strimlum en formúlan segir til um. Við þurfum fólk á Alþingi sem er tilbúið til þess að hlusta og við þurfum ráðherra sem leiða hugarfarsbreytingar innan síns ráðuneytis og stofnanna. Hugurinn ber þig nefnilega ansi langt. Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar