„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 4. október 2021 18:55 Davíð Kristinsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu. Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu.
Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29