Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“ Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 22:29 Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, segir lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu. „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum. Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi. Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi.
Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17