Björgum norrænu samstarfi Hrannar Björn Arnarsson skrifar 12. október 2021 07:00 Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún er sönn. Lýðræðið og réttarríkið á í vök að verjast í ýmsum af löndum hins vestræna heims en það stendur traustum fótum á Norðurlöndum. Við höfum lengi notið góðs af þessum nágrönnum okkar. Þeir hafa verið okkur fyrirmynd um uppbyggingu réttláts þjóðfélags og velferðar fyrir alla. Til Norðurlanda höfum við löngum sótt menntun, þekkingu og hugmyndastrauma. Íslendingar hafa yfirleitt verið þiggjendur í norrænu samstarfi. Við greiðum 1,6% af heildarfjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna. Okkar hlutur er því rúmlega 300 milljónir. Norræna húsið fær um það bil sömu upphæð frá Norrænu ráðherranefndinni í árlegan rekstrarstyrk og fyrir umsjón nokkurra verkefna. Önnur starfsemi sem Norræna ráðherranefndin fjármagnar til hagsbóta fyrir alla Norðurlandabúa, til dæmis í gegnum Nordplus-nemendaskiptaáætluninni, upplýsingaþjónustuna Info Norden sem hjálpar þeim sem flytja milli landanna, styrkir Norræna menningarsjóðsins o.s.frv., er því hreinn peningalegur ágóði fyrir Íslendinga. Samningur Norðurlanda um aðgang að háskólamenntun er ekki síður hagstæður okkur. Hann veitir íslenskum námsmönnum aðgang að æðri menntastofnunum í löndunum en jafnframt eru Íslendingar undanþegnir ákvæði sem gildir um öll hin löndin þess efnis að greiða þurfi mótttökulandi fyrir hvern námsmann. Þessi undanþága sparar okkur hundruð milljóna króna á ári. Þessi árlegi fjárhagslegi ágóði er þó fjarri því að vera mikilvægasti ávinningurinn af norrænu samstarfi fyrir Ísland. Samstarf við og stuðningur Norðurlanda hefur áratugum saman styrkt stöðu Íslendinga í ýmsum alþjóðastofnunum og í öðrum alþjóðasamskiptum. Þegar semja þarf eða endurskoða löggjöf eða reglugerðir eða takast á við hvers kyns nýjar áskoranir á Íslandi er iðulega leitað til Norðurlanda um fyrirmyndir og ráðgjöf og er þeim beiðnum yfirleitt ákaflega vel tekið. Samstarf og aðstoð af þessu tagi tíðkast ekki bara í efstu lögum stjórnsýslunnar og stjórnmálanna, það fer fram á öllum sviðum samfélagsins, í stofnunum, í samtökum vinnumarkaðarins og félagasamtökum af ýmsu tagi. Við höfum líka leitað til Norðurlanda eftir stuðningi á erfiðleikatímum. Stundum höfum við verið ánægð með þá aðstoð sem veitt hefur verið, til dæmis eftir Vestmannaeyjagosið 1973, en stundum hefur að minnsta kosti sumum fundist að hann hafi ekki verið nægilegur, til dæmis í tengslum við þorskastríðið og eftir fjármálahrunið 2008. Ljóst er að við ætlumst til og búumst við að Norðurlönd komi okkur til hjálpar og sýni okkur samstöðu á erfiðleikatímum. Við gerum þá kröfu til norrænu ríkjanna og til Norðurlandabúa umfram allar aðrar þjóðir. Þegar okkur finnst þau hafa brugðist verður gagnrýnin hörð. Þegar stærri norrænu löndin fylgdu ekki fordæmi Færeyinga um skilyrðislausar lánveitingar í kjölfar hrunsins 2008 urðu "svik" Norðurlanda fyrirferðarmikil í umræðunni. Minna fór fyrir því gríðarlega mikilvæga starfi sem til dæmis norskir stjórnmálamenn unnu til að styrkja stöðu Íslendinga og tala máli þeirra á alþjóðavettvangi. Og lánveitingar norrænu ríkjanna voru mjög þýðingarmiklar þó ekki hafi þær fengist skilyrðislaust. Engin önnur lönd veittu viðlíka stuðning. Íslenskir stjórnmálamenn nefna oft og iðulega mikilvægi norræns samstarfs. Skoðanakannanir sýna ótvíræðan og eindreginn stuðning almennings við það. En hvernig sýna Ísland og hin norrænu löndin í verki skilning á mikilvægi samstarfsins? Hvernig ræktum við það og treystum þannig að það dugi okkur þegar á reynir? Í nýrri yfirlýsingu Sambands Norrænu félaganna er bent á það að fjárframlög norrænu landanna til samstarfsins hafi dregist mjög saman á undanförnum árum og áratugum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu landanna. Nýjar pólitískar áherslur í starfi Norrænu ráðherranefndarinna frá 2019 hafa einnig leitt til þess að fjárveitingar til menningar- og menntarmála, sem er límið í norræna samstarfinu, hafa dregist verulega saman og munu halda áfram að gera það næstu árin, verði ekkert að gert. Norrænu félögin fagna því að Norðurlönd beiti sér í umhverfis- og loftslagsmálum og nýti þann kraft sem þau búa yfir þegar þau taka höndum saman. En þessi styrkur verður að engu ef undirstöður samstarfsins eru vanræktar og það er einmitt það sem hefur gerst á undanförnum áratugum og afleiðingarnar eru skýrar. Pólitíska samstarfið brást að miklu leyti þegar takast þurfti á við flóttamannavandann árið 2015. Það brást aftur þegar landamærum milli norrænu landanna var lokað án samráðs vegna Covid-19 faraldursins. Mikill stuðningur er við norrænt samstarf meðal íslenskra stjórnmálamanna. Mér skilst að margir þeirra vilji auka framlög til samstarfsins en lítið land sem fyrst og fremst er þiggjandi í samstarfinu er vanmáttugt og jafnvel ósannfærandi þegar það hvetur til aukinna fjárútláta sem fyrst og fremst munu koma frá öðrum. Á síðustu árum og áratugum hefur kennsla í norrænu málum á Íslandi veikst. Dregið var úr kennslu í dönsku í grunnskólum fyrir löngu. Lektorsstöður í finnsku, norsku og sænsku við Háskóla Íslands sem að nokkru leyti voru fjármagnaðar af Finnum, Norðmönnum og Svíum hafa verið lagðar niður. Hætta er á að samsvarandi stöður í dönsku hverfi innan skamms. Kunnáttu Íslendinga í skandinavískum málum, sem er ein forsenda öflugrar þátttöku okkar í samstarfinu og annarra samskipta við Norðurlönd, hefur enda farið mjög aftur. Norræna húsið, sem að fullu er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni, er fjársvelt og þörf er á viðgerðum á húsinu. Á næsta ári, fögnum við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi, en norræn samvinna er og hefur verið markmið samtakanna alla tíð. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir nýtt þing og þá ríkisstjórn sem nú tekur við að fagna þessum merku timamótum og snúa vörn í sókn - styrkja norræna samvinnu, efla stöðu og trúverðugleika Íslands í samstarfinu og sýna í verki hversu mikils við metum það með því að takast á við ofangreindan vanda? Ég hvet ríkisstjórn og þing til að efna sem fyrst til myndarlegrar ráðstefnu fræðimanna, stjórnmálamanna og grasrótarhreyfinga um framtíð og hlutverk Íslands í norrænu samstarfi og í kjölfarið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur. Til þess þurfum við að taka til hendinni heima fyrir og síðan beita okkur á norrænum vettvangi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ef við göngum út frá því sem sjálfsögðum hlut að geta notið þeirra gæða sem felast í samvinnunni við norrænu þjóðirnar án þess að rækta samstarfið og hlúa að því munum við einn daginn þurfa að takast á við sársaukafullar afleiðingarnar af þeim missi. Höfundur er formaður Norræna félagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Hrannar Björn Arnarsson Norðurlandaráð Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún er sönn. Lýðræðið og réttarríkið á í vök að verjast í ýmsum af löndum hins vestræna heims en það stendur traustum fótum á Norðurlöndum. Við höfum lengi notið góðs af þessum nágrönnum okkar. Þeir hafa verið okkur fyrirmynd um uppbyggingu réttláts þjóðfélags og velferðar fyrir alla. Til Norðurlanda höfum við löngum sótt menntun, þekkingu og hugmyndastrauma. Íslendingar hafa yfirleitt verið þiggjendur í norrænu samstarfi. Við greiðum 1,6% af heildarfjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem nemur um 20 milljörðum íslenskra króna. Okkar hlutur er því rúmlega 300 milljónir. Norræna húsið fær um það bil sömu upphæð frá Norrænu ráðherranefndinni í árlegan rekstrarstyrk og fyrir umsjón nokkurra verkefna. Önnur starfsemi sem Norræna ráðherranefndin fjármagnar til hagsbóta fyrir alla Norðurlandabúa, til dæmis í gegnum Nordplus-nemendaskiptaáætluninni, upplýsingaþjónustuna Info Norden sem hjálpar þeim sem flytja milli landanna, styrkir Norræna menningarsjóðsins o.s.frv., er því hreinn peningalegur ágóði fyrir Íslendinga. Samningur Norðurlanda um aðgang að háskólamenntun er ekki síður hagstæður okkur. Hann veitir íslenskum námsmönnum aðgang að æðri menntastofnunum í löndunum en jafnframt eru Íslendingar undanþegnir ákvæði sem gildir um öll hin löndin þess efnis að greiða þurfi mótttökulandi fyrir hvern námsmann. Þessi undanþága sparar okkur hundruð milljóna króna á ári. Þessi árlegi fjárhagslegi ágóði er þó fjarri því að vera mikilvægasti ávinningurinn af norrænu samstarfi fyrir Ísland. Samstarf við og stuðningur Norðurlanda hefur áratugum saman styrkt stöðu Íslendinga í ýmsum alþjóðastofnunum og í öðrum alþjóðasamskiptum. Þegar semja þarf eða endurskoða löggjöf eða reglugerðir eða takast á við hvers kyns nýjar áskoranir á Íslandi er iðulega leitað til Norðurlanda um fyrirmyndir og ráðgjöf og er þeim beiðnum yfirleitt ákaflega vel tekið. Samstarf og aðstoð af þessu tagi tíðkast ekki bara í efstu lögum stjórnsýslunnar og stjórnmálanna, það fer fram á öllum sviðum samfélagsins, í stofnunum, í samtökum vinnumarkaðarins og félagasamtökum af ýmsu tagi. Við höfum líka leitað til Norðurlanda eftir stuðningi á erfiðleikatímum. Stundum höfum við verið ánægð með þá aðstoð sem veitt hefur verið, til dæmis eftir Vestmannaeyjagosið 1973, en stundum hefur að minnsta kosti sumum fundist að hann hafi ekki verið nægilegur, til dæmis í tengslum við þorskastríðið og eftir fjármálahrunið 2008. Ljóst er að við ætlumst til og búumst við að Norðurlönd komi okkur til hjálpar og sýni okkur samstöðu á erfiðleikatímum. Við gerum þá kröfu til norrænu ríkjanna og til Norðurlandabúa umfram allar aðrar þjóðir. Þegar okkur finnst þau hafa brugðist verður gagnrýnin hörð. Þegar stærri norrænu löndin fylgdu ekki fordæmi Færeyinga um skilyrðislausar lánveitingar í kjölfar hrunsins 2008 urðu "svik" Norðurlanda fyrirferðarmikil í umræðunni. Minna fór fyrir því gríðarlega mikilvæga starfi sem til dæmis norskir stjórnmálamenn unnu til að styrkja stöðu Íslendinga og tala máli þeirra á alþjóðavettvangi. Og lánveitingar norrænu ríkjanna voru mjög þýðingarmiklar þó ekki hafi þær fengist skilyrðislaust. Engin önnur lönd veittu viðlíka stuðning. Íslenskir stjórnmálamenn nefna oft og iðulega mikilvægi norræns samstarfs. Skoðanakannanir sýna ótvíræðan og eindreginn stuðning almennings við það. En hvernig sýna Ísland og hin norrænu löndin í verki skilning á mikilvægi samstarfsins? Hvernig ræktum við það og treystum þannig að það dugi okkur þegar á reynir? Í nýrri yfirlýsingu Sambands Norrænu félaganna er bent á það að fjárframlög norrænu landanna til samstarfsins hafi dregist mjög saman á undanförnum árum og áratugum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu landanna. Nýjar pólitískar áherslur í starfi Norrænu ráðherranefndarinna frá 2019 hafa einnig leitt til þess að fjárveitingar til menningar- og menntarmála, sem er límið í norræna samstarfinu, hafa dregist verulega saman og munu halda áfram að gera það næstu árin, verði ekkert að gert. Norrænu félögin fagna því að Norðurlönd beiti sér í umhverfis- og loftslagsmálum og nýti þann kraft sem þau búa yfir þegar þau taka höndum saman. En þessi styrkur verður að engu ef undirstöður samstarfsins eru vanræktar og það er einmitt það sem hefur gerst á undanförnum áratugum og afleiðingarnar eru skýrar. Pólitíska samstarfið brást að miklu leyti þegar takast þurfti á við flóttamannavandann árið 2015. Það brást aftur þegar landamærum milli norrænu landanna var lokað án samráðs vegna Covid-19 faraldursins. Mikill stuðningur er við norrænt samstarf meðal íslenskra stjórnmálamanna. Mér skilst að margir þeirra vilji auka framlög til samstarfsins en lítið land sem fyrst og fremst er þiggjandi í samstarfinu er vanmáttugt og jafnvel ósannfærandi þegar það hvetur til aukinna fjárútláta sem fyrst og fremst munu koma frá öðrum. Á síðustu árum og áratugum hefur kennsla í norrænu málum á Íslandi veikst. Dregið var úr kennslu í dönsku í grunnskólum fyrir löngu. Lektorsstöður í finnsku, norsku og sænsku við Háskóla Íslands sem að nokkru leyti voru fjármagnaðar af Finnum, Norðmönnum og Svíum hafa verið lagðar niður. Hætta er á að samsvarandi stöður í dönsku hverfi innan skamms. Kunnáttu Íslendinga í skandinavískum málum, sem er ein forsenda öflugrar þátttöku okkar í samstarfinu og annarra samskipta við Norðurlönd, hefur enda farið mjög aftur. Norræna húsið, sem að fullu er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni, er fjársvelt og þörf er á viðgerðum á húsinu. Á næsta ári, fögnum við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi, en norræn samvinna er og hefur verið markmið samtakanna alla tíð. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir nýtt þing og þá ríkisstjórn sem nú tekur við að fagna þessum merku timamótum og snúa vörn í sókn - styrkja norræna samvinnu, efla stöðu og trúverðugleika Íslands í samstarfinu og sýna í verki hversu mikils við metum það með því að takast á við ofangreindan vanda? Ég hvet ríkisstjórn og þing til að efna sem fyrst til myndarlegrar ráðstefnu fræðimanna, stjórnmálamanna og grasrótarhreyfinga um framtíð og hlutverk Íslands í norrænu samstarfi og í kjölfarið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur. Til þess þurfum við að taka til hendinni heima fyrir og síðan beita okkur á norrænum vettvangi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ef við göngum út frá því sem sjálfsögðum hlut að geta notið þeirra gæða sem felast í samvinnunni við norrænu þjóðirnar án þess að rækta samstarfið og hlúa að því munum við einn daginn þurfa að takast á við sársaukafullar afleiðingarnar af þeim missi. Höfundur er formaður Norræna félagsins á Íslandi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar